Ekki hyglað að Vettel hjá Red Bull 8. júní 2010 12:02 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn eftir skellinn í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað." Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað."
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira