Button: Ég get enn orðið meistari 2. september 2010 17:17 Jenson Button er núverandi meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira