Button: Ég get enn orðið meistari 2. september 2010 17:17 Jenson Button er núverandi meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button. Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button.
Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira