Horner: Ótrúlegt ár hjá Red Bull 11. desember 2010 14:29 Sebastian Vettel og Christain Horner hjá Red Bull á afhendingunni í gær. Mynd: Getty Images/FIA Christian Horner framkvæmdarstjóri Red Bull tók á móti heimsmeistaratitli bílasmiða á verðlaunaafhendingu FIA í Mónakó í gærkvöldi, en Sebastian Vettel hjá Red Bull tók á móti titli ökumanna á sömu athöfn. "Þetta hefur verið erfitt en ótrúlegt ár fyrir Red Bull. Að taka á móti titli bílasmiða er fullkominn endir á frábæru keppnistímabili hjá okkur. Ég vil þakka Sebastian og Mark fyrir þeirra framlag og ásetning", sagði Horner á afhendingunni, en Mark Webber liðsfélagi Vettels varð í þriðja sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. "Seb er yngsti Formúlu 1 meistari sögunnar og átti þetta skilið. Árangur hans tekur mið af því sem hann hefur skilað á brautinni og liðið er stolt af því sem hann hefur afrekað." Vettel vann fimm mót á árinu og landaði titlinum í lokamótinu í Abu Dhabi. "Mark hefur einnig unnið ótrúlegt verk. Hann vann fjögur mót og ók stórvel. Báðir ökumenn eru ótrúlega færir ökumenn og það er sönn ánægja að hafa þá í liðinu. Ég vil þakka samstarfsfólki okkar og sérstaklega Dietrich Matesshitz fyrir hans stuðning á árinu", sagði Horner. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner framkvæmdarstjóri Red Bull tók á móti heimsmeistaratitli bílasmiða á verðlaunaafhendingu FIA í Mónakó í gærkvöldi, en Sebastian Vettel hjá Red Bull tók á móti titli ökumanna á sömu athöfn. "Þetta hefur verið erfitt en ótrúlegt ár fyrir Red Bull. Að taka á móti titli bílasmiða er fullkominn endir á frábæru keppnistímabili hjá okkur. Ég vil þakka Sebastian og Mark fyrir þeirra framlag og ásetning", sagði Horner á afhendingunni, en Mark Webber liðsfélagi Vettels varð í þriðja sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. "Seb er yngsti Formúlu 1 meistari sögunnar og átti þetta skilið. Árangur hans tekur mið af því sem hann hefur skilað á brautinni og liðið er stolt af því sem hann hefur afrekað." Vettel vann fimm mót á árinu og landaði titlinum í lokamótinu í Abu Dhabi. "Mark hefur einnig unnið ótrúlegt verk. Hann vann fjögur mót og ók stórvel. Báðir ökumenn eru ótrúlega færir ökumenn og það er sönn ánægja að hafa þá í liðinu. Ég vil þakka samstarfsfólki okkar og sérstaklega Dietrich Matesshitz fyrir hans stuðning á árinu", sagði Horner.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira