Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1 23. september 2010 15:58 Michael Schumacher á fjölda aðdáenda enda sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher. Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher.
Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira