Formúlu 1 Indverjinn Chandook hvergi banginn 25. maí 2010 15:53 Karun Chandook er eini Indverjinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum. Hispania liðið rétt komst í Formúlu 1 í upphafi ársins og von Chandook er að Geoff Wills sem var ráðinn til liðsins nái að hanna góðan bíl fyrir 2011. Annað nýtt lið, Lotus er þegar farið að huga að 2011 bílnum. "Ég horfi til framtíðar. Ef liðið bætir sig vil ég vera hér áfram og ef Geoff fær tækifæri til að smíða góðan bíl fyrir 2011, þá getur hann gert góða hluti", sagði Chandook í samtali við autosport.com Hann segir Geoff Wills vera safna kröftum frá öðrum liðum og vonast eftir meira fjárstreymi til að liðið geti gert betur á næsta ári. "Ég vil vera á góðum stað 2011 og tel að þá búi mikið í liðinu ef Geoff fær rétt tækifæri. Hann er lykillinn að hvert liðið þróast. Ég hef skilað mínu miðað við þann bíl sem ég fæ og eins lengi og ég er fljótari en Bruno (Senna), og ég hef verið það til þessa, þá er það gott fyrir mig." "Christian Klien var látinn keyra bílinn á Spáni og eftir þrjá hringi var ég fljótari en hann, með sama bensínmagn og dekk. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég tel að ég sé skila hámarks afköstun á þessum bíl. Það er liðsins að þróa bílinn. Ég get bara gert mitt", sagði Chandook. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum. Hispania liðið rétt komst í Formúlu 1 í upphafi ársins og von Chandook er að Geoff Wills sem var ráðinn til liðsins nái að hanna góðan bíl fyrir 2011. Annað nýtt lið, Lotus er þegar farið að huga að 2011 bílnum. "Ég horfi til framtíðar. Ef liðið bætir sig vil ég vera hér áfram og ef Geoff fær tækifæri til að smíða góðan bíl fyrir 2011, þá getur hann gert góða hluti", sagði Chandook í samtali við autosport.com Hann segir Geoff Wills vera safna kröftum frá öðrum liðum og vonast eftir meira fjárstreymi til að liðið geti gert betur á næsta ári. "Ég vil vera á góðum stað 2011 og tel að þá búi mikið í liðinu ef Geoff fær rétt tækifæri. Hann er lykillinn að hvert liðið þróast. Ég hef skilað mínu miðað við þann bíl sem ég fæ og eins lengi og ég er fljótari en Bruno (Senna), og ég hef verið það til þessa, þá er það gott fyrir mig." "Christian Klien var látinn keyra bílinn á Spáni og eftir þrjá hringi var ég fljótari en hann, með sama bensínmagn og dekk. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég tel að ég sé skila hámarks afköstun á þessum bíl. Það er liðsins að þróa bílinn. Ég get bara gert mitt", sagði Chandook.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira