Yamamoto keppir ekki vegna matareitrunar 24. september 2010 11:10 Sakon Yamamoto keppir ekki í Singapúr. Mynd: Getty Images Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska. "Það lítur út fyrir að Sakon Yamamoto sé með matareitrun og honum líður ekki vel. Af þeim sökum mun Christian Klien aka bílnum í dag og í keppninni. Ég vona að Sakon nái sér og geti keyrt á heimavelli í Japan", sagði Georg Kolles, yfirmaður Hispania liðsins í frétt á autosport.com. Klien er reyndur ökumaður og ók Hispania bílnum á föstudagsæfingum á Spáni, í Barcelona og Valencia. Hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan 2006 þegar hann var með Red Bull, en hann var m.a. varaökumaður Honda og BMW um tíma. Gengi Hispania liðsins, sem hóf að keppa á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið virðist hafa átt í erfiðleikum fjárhagslega ef marka má fréttir. Yamamoto kom inn í liðið í stað Karun Chandok, eftir að hafa keppt í einu móti í stað Bruno Senna, sem er hinn ökumaður liðsins. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska. "Það lítur út fyrir að Sakon Yamamoto sé með matareitrun og honum líður ekki vel. Af þeim sökum mun Christian Klien aka bílnum í dag og í keppninni. Ég vona að Sakon nái sér og geti keyrt á heimavelli í Japan", sagði Georg Kolles, yfirmaður Hispania liðsins í frétt á autosport.com. Klien er reyndur ökumaður og ók Hispania bílnum á föstudagsæfingum á Spáni, í Barcelona og Valencia. Hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan 2006 þegar hann var með Red Bull, en hann var m.a. varaökumaður Honda og BMW um tíma. Gengi Hispania liðsins, sem hóf að keppa á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið virðist hafa átt í erfiðleikum fjárhagslega ef marka má fréttir. Yamamoto kom inn í liðið í stað Karun Chandok, eftir að hafa keppt í einu móti í stað Bruno Senna, sem er hinn ökumaður liðsins.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira