Ferrari stefnir á titilinn með sigri í lokamótinu 8. nóvember 2010 15:25 Fernando Alonso er efstur að stigum í keppni ökumanna fyrir lokamótið. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali yfirmaður hjá Ferrari segist ekki ætla að reikna út alla hugsanlega möguleika sem kunna koma upp varðandi titilmöguleika Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi. Red Bull tryggði sér titil bílasmiða í Brasilíu í gær, en enn á eftir að útkljá hver verður heimsmeistari ökumanna. Alonso er meðal fjögurra ökumanna sem geta orðið meistarar í síðasta móti ársins um næstu helgi, en hinir eru Mark Webber og Sebastian Vettel hjá Red Bull og Lewis Hamilton hjá McLaren. Alonso er efstur að stigum í stigakeppni ökumanna. Alonso er í ágætri stöðu hvað stigin varðar, en ef Webber vinnur mótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti. "Við munum ekki breyta okkar aðferðafræði okkar. Við verðum að hugsa um okkur og þurfum ekki að reikna út möguleikanna. Við vitum að ef við erum inn á milli Red Bull bílanna þá gengur þetta upp, en að öðru leyti þurfum við að gæta þess að vera hraðskeiðir. Það þarf að ganga fullkomlega í tímatökunni og við verðum að leggja okkur fram", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Við verðum að bíða fram á síðustu stundu, þar sem þolgæði bílanna er atriði og verður áhyggjuefni hjá öllum og ekki bara vegna vélanna, heldur bílsins í heild. Þetta verður löng keppni í Abu Dhabi." Domenicali telur að Red Bull ökumennirnir séu í sterkari stöðu þar sem þeir eru tveir, en hann telur að Ferrari menn verði að einbeita sér að því sem þeir eru að gera, ekki hvað aðrir eru að gera. Ferrari menn verði að fljótastir í tímatökum og kappakstrinum og sá sem vinnur verði verðugur meistari. Vettel vann mótið í Abu Dhabi í fyrra og Webber varð í öðru sæti og aðspurður um hvort Ferrari gæti unnið lokamótið sagði Domenicali; "Við munum reyna. Þetta er auðveldara mál ef við vinnum. Þá þarf ekki að reikna stigin. En við vitum að Red Bull liðið er sterkt og var öflugt á brautinni í fyrra. Á móti kemur að við vorum hættir framþróun bílsins í fyrra. Þetta verður verðugt verkefni", sagði Domenicali. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali yfirmaður hjá Ferrari segist ekki ætla að reikna út alla hugsanlega möguleika sem kunna koma upp varðandi titilmöguleika Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi. Red Bull tryggði sér titil bílasmiða í Brasilíu í gær, en enn á eftir að útkljá hver verður heimsmeistari ökumanna. Alonso er meðal fjögurra ökumanna sem geta orðið meistarar í síðasta móti ársins um næstu helgi, en hinir eru Mark Webber og Sebastian Vettel hjá Red Bull og Lewis Hamilton hjá McLaren. Alonso er efstur að stigum í stigakeppni ökumanna. Alonso er í ágætri stöðu hvað stigin varðar, en ef Webber vinnur mótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti. "Við munum ekki breyta okkar aðferðafræði okkar. Við verðum að hugsa um okkur og þurfum ekki að reikna út möguleikanna. Við vitum að ef við erum inn á milli Red Bull bílanna þá gengur þetta upp, en að öðru leyti þurfum við að gæta þess að vera hraðskeiðir. Það þarf að ganga fullkomlega í tímatökunni og við verðum að leggja okkur fram", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Við verðum að bíða fram á síðustu stundu, þar sem þolgæði bílanna er atriði og verður áhyggjuefni hjá öllum og ekki bara vegna vélanna, heldur bílsins í heild. Þetta verður löng keppni í Abu Dhabi." Domenicali telur að Red Bull ökumennirnir séu í sterkari stöðu þar sem þeir eru tveir, en hann telur að Ferrari menn verði að einbeita sér að því sem þeir eru að gera, ekki hvað aðrir eru að gera. Ferrari menn verði að fljótastir í tímatökum og kappakstrinum og sá sem vinnur verði verðugur meistari. Vettel vann mótið í Abu Dhabi í fyrra og Webber varð í öðru sæti og aðspurður um hvort Ferrari gæti unnið lokamótið sagði Domenicali; "Við munum reyna. Þetta er auðveldara mál ef við vinnum. Þá þarf ekki að reikna stigin. En við vitum að Red Bull liðið er sterkt og var öflugt á brautinni í fyrra. Á móti kemur að við vorum hættir framþróun bílsins í fyrra. Þetta verður verðugt verkefni", sagði Domenicali.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira