Formúla 1

Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna

Fllipe Albuqeerque var ánægður með sigurinn í kappakstursmóti meistaranna í dag.
Fllipe Albuqeerque var ánægður með sigurinn í kappakstursmóti meistaranna í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin

Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari.

Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit.

Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður.

Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma.

Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×