Formúla 1

Alonso vill skáka Webber og Hamilton

Fernando Alonso tók hressilega á því í brautinni í Singapúr.
Fernando Alonso tók hressilega á því í brautinni í Singapúr. Mynd: Getty Images
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari er fremstur á ráslínu í Singapúr Formúlu 1 mótinu á sunnudag, eftir tímatökur á laugardag. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton þegar fimm mótum er ólokið. "Mótið verður erfitt, en ég er á besta stað. Það hjápar að vera fremstur á ráslínu og í rigningu ef það verður upp á teningnum og við munum nýta sóknarfærið", sagði Alonso í frétt á autosport.com "Ef það rigir fyrir keppnina þá verða hlutar brautarinnar blautir og því er mikilvægt að komast á leiðarenda. Við höfum hvorki áhyggjur af þurri eða blautri braut. Þetta er meðal brauta sem er mikilvægt að vera fremstur í ræsingunni." "Megin markmið mitt er að komast á verðlaunapall. Lewis og Mark eru fremstir í stigamótinu og ég þarf að ljúka keppni fyrir framan þá ef við getum það. Við berum okkur saman við þá sem eru efstir", sagði Alonso. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×