Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011 24. nóvember 2010 11:39 Kamui Kobayashi á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Japan. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira