Lotus fagnar 500 Formúlu 1 mótum 22. júní 2010 20:39 Lotus fagnar 500 mótinu í Valencia, en liðið hefur reynst það öflugast af þremur nýjum liðum á árinu. Mynd: Getty Images Lotus merkið er aftur á ferli á Formúlu 1 brautum í ár, eftir langt hlé, en um helgina fagnar Lotus liðið 500 móti merkisins. Lotus Formúlu 1 liðið er í eigu nýrra aðila, en merkið er fornfrægt og liðið staðsett í Norfolk í Bretlandi og að hluta til í Malasíu. Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verða á bílum sem verða sérmerktir útaf þessum viðburði. Sonur Colin Champman sem stofnaði upphaflega liðið, Clive mun fljúga til Valencia til að samfagna nýja liðinu. "Síðustu mót hafa verið jákvæð fyrir liðið og við höfum tekið framförum um hverja mótshelgi og planið að það verði svo áfram", sagði Heikki Kovalainen. "Við hringuðum hin nýju liðin í Kanada, þannig að við erum farnir að horfa á önnur lið til að keppa við. Það er söguleg mótshelgi fyrir Lotus og Lotus Racing og ég held við séum að sýna styrk okkar. Það er heiður að vera hluti að tímatmótunum í Valencia." Mike Gascoyne tæknistjóri Lotus segir viðburðin merkan. "Við höfum vaxið og það er nokkuð langt í land að auka hróður Lotus, en við erum stoltir af því að færa Lotus merkið að þessu merka marki og fagna með öllum liðinu ásamt Clive og Tony Fernandes. Ég er sannfærður um að við getum sýnt góða hluti í Valencia. Við erum með réttu ökumennina til að höndla brautina og bíllinn er alltaf að batna", sagði Gascoyne. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lotus merkið er aftur á ferli á Formúlu 1 brautum í ár, eftir langt hlé, en um helgina fagnar Lotus liðið 500 móti merkisins. Lotus Formúlu 1 liðið er í eigu nýrra aðila, en merkið er fornfrægt og liðið staðsett í Norfolk í Bretlandi og að hluta til í Malasíu. Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verða á bílum sem verða sérmerktir útaf þessum viðburði. Sonur Colin Champman sem stofnaði upphaflega liðið, Clive mun fljúga til Valencia til að samfagna nýja liðinu. "Síðustu mót hafa verið jákvæð fyrir liðið og við höfum tekið framförum um hverja mótshelgi og planið að það verði svo áfram", sagði Heikki Kovalainen. "Við hringuðum hin nýju liðin í Kanada, þannig að við erum farnir að horfa á önnur lið til að keppa við. Það er söguleg mótshelgi fyrir Lotus og Lotus Racing og ég held við séum að sýna styrk okkar. Það er heiður að vera hluti að tímatmótunum í Valencia." Mike Gascoyne tæknistjóri Lotus segir viðburðin merkan. "Við höfum vaxið og það er nokkuð langt í land að auka hróður Lotus, en við erum stoltir af því að færa Lotus merkið að þessu merka marki og fagna með öllum liðinu ásamt Clive og Tony Fernandes. Ég er sannfærður um að við getum sýnt góða hluti í Valencia. Við erum með réttu ökumennina til að höndla brautina og bíllinn er alltaf að batna", sagði Gascoyne.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira