Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn 28. nóvember 2010 10:08 Michael Schumacher vann keppni þjóða í gær með Sebastian Vettel í kappakstursmóti meistaranna. Hann keppir sem einstaklingur í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira