Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn 28. nóvember 2010 10:08 Michael Schumacher vann keppni þjóða í gær með Sebastian Vettel í kappakstursmóti meistaranna. Hann keppir sem einstaklingur í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira