Schumacher spenntur fyrir Suzuka 4. október 2010 12:59 Michael Schumacher hefur unnið mótið á Suzuka sex sinnum, en er hér í hásæti á brautnni í Singapúr og liðsfélagi hans Nico Rosberg er í baksýn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira