Í minningu Valtýs Þorvaldur Gylfason skrifar 11. mars 2010 06:00 Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með framkvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur tímaritin, sem þeir ritstýrðu, enda bjuggu þeir báðir í Kaupmannahöfn. Annar brýndi Íslendinga til dáða í Nýjum félagsritum, það var Jón Sigurðsson. Hinn beitti fyrir sig Eimreiðinni í sama skyni og fjallaði þar einnig um bókmenntir, listir, tækni og vísindi. Það var dr. Valtýr Guðmundsson, sem fæddist á þessum degi fyrir 150 árum og andaðist 1928. Segja má, að Valtý hafi að ýmsu leyti orðið betur ágengt en Jóni forseta, en Jón hafði undirbúið jarðveginn. Jóni tókst að leggja grunninn að frjálsum viðskiptum við útlönd 1855 með því að sannfæra hikandi fylgismenn sína um kosti frjálsra viðskipta, en hann gat þó ekki hróflað við þrúgandi viðskiptahömlum innan lands og vistarbandinu. Árangurinn af þrotlausu starfi Jóns birtist smám saman í upplýstara viðhorfi lesenda hans og fylgismanna til ýmissa framfaramála, sem komust í höfn eftir daga Jóns. Framlag hans fólst í að stappa stálinu í landsmenn og plægja og sá í jarðveginn fyrir framtíðina. Þetta hlutverk rækti Jón forseti með glæstum brag. Upphafsmaður heimastjórnarinnarValtýr tók við kyndlinum af Jóni og náði skjótum árangri. Þegar Valtýr tók sæti á Alþingi 1894 og hóf síðan útgáfu Eimreiðarinnar, hafði sjálfstæðisbaráttan hjakkað árum saman í hjólförum ófrjós og innantóms þrefs um stjórnskipuleg formsatriði. Valtýr einsetti sér að finna nýjan flöt á sjálfstæðismálinu með því að móta raunhæfar kröfur á hendur dönsku stjórninni í stað þeirra einstrengingslegu ályktana og frumvarpa, sem Alþingi hafði sent frá sér árin á undan og danska stjórnin hafði jafnharðan hafnað. Málamiðlun Valtýs fólst í að slá af ströngustu kröfum um stjórnskipuleg formsatriði til að rjúfa kyrrstöðuna í efnahagslífi landsins. Þetta var kjarni Valtýskunnar, sem meiri hluti Alþingis gerði að sinni stefnu 1901 eftir sex ára þóf. Eimreiðin seldist í 1500 eintökum á móti 400 eintökum Nýrra félagsrita á tímum Jóns forseta. Valtýr fylkti um sig frjálslyndum menntamönnum innan þings og utan. Barátta hans hratt af stað þeirri atburðarás, sem endaði með heimastjórn 1904. Hannes Hafstein átti lítinn hlut að því máli, þótt hann veldist til ráðherradóms, þegar til átti að taka. Valtý grunaði, að Magnús Stephensen landshöfðingi og menn hans hefðu tekið Hannes fram yfir sig meðal annars vegna þess, að þeir töldu Hannes mundu verða þeim auðsveipan á ráðherrastóli. Hannes Hafstein rækti ráðherradóminn vel. Þó var það Valtýr, sem lagði grunninn að báðum höfuðmálum Hannesar í fyrri stjórnartíð hans 1904-1909, símamálinu og bankamálinu. Símamálið snerist um að leggja síma til landsins frekar en að taka upp loftskeytasamband við útlönd og láta símann nema land á Austfjörðum og teygja sig þaðan til Reykjavíkur frekar en að taka símann á land í Reykjavík og láta þá landsbyggðina ef til vill þurfa að bíða. Valtýr lagði samningana um símann upp í hendur Hannesar og einnig bankamálið, sem snerist um að laða hingað heim erlent starfsfé til að stofna Íslandsbanka til að keppa við Landsbankann, en honum stýrði Tryggvi Gunnarsson, móðurbróður Hannesar og náinn samherji landshöfðingja, og þótti íhaldssamur og hlutdrægur í lánveitingum. Tryggvi, Magnús og Hannes voru ,,afturhaldslið" í augum Valtýinga. Hannes skipaði sér í sveit með andstæðingum Valtýs á Alþingi, þar á meðal voru konungkjörnir þingmenn, sem drógu taum dönsku stjórnarinnar í sjálfstæðisdeilunni. Íhaldið, sem Valtýr barðist gegn, minnir um sumt á þá, sem mestum skaða hafa valdið að undanförnu með því að hjakka í sömu hjólförum eftir hrun í von um eigin ábata. Sundrung og siðferðiValtýr var sískrifandi líkt og Jón forseti. Hann skrifaði móður sinni 1896: "Þeir sem nú um undanfarin ár (síðan Jón Sigurðsson dó) hafa verið foringjar í íslenzkri pólitík hafa anað áfram í blindni, jafnt út í fen og foræði sem annað, og þá er ekki von að vel fari." Hann skrifaði stjúpa sínum 1910 og 1911: "Sundrungin og eigingirni einstaklinganna er svo mikil, að þjóðinni er stórhætta af búin. … Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk. … Og einmitt þess vegna blöskrar mér svo barnaskapurinn í pólitíkinni heima, auk allrar spillingarinnar, varmennskunnar og fjárgræðginnar."Ævisaga Valtýs eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing er nú aftur komin út, í kilju, fín bók, mæli með henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með framkvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur tímaritin, sem þeir ritstýrðu, enda bjuggu þeir báðir í Kaupmannahöfn. Annar brýndi Íslendinga til dáða í Nýjum félagsritum, það var Jón Sigurðsson. Hinn beitti fyrir sig Eimreiðinni í sama skyni og fjallaði þar einnig um bókmenntir, listir, tækni og vísindi. Það var dr. Valtýr Guðmundsson, sem fæddist á þessum degi fyrir 150 árum og andaðist 1928. Segja má, að Valtý hafi að ýmsu leyti orðið betur ágengt en Jóni forseta, en Jón hafði undirbúið jarðveginn. Jóni tókst að leggja grunninn að frjálsum viðskiptum við útlönd 1855 með því að sannfæra hikandi fylgismenn sína um kosti frjálsra viðskipta, en hann gat þó ekki hróflað við þrúgandi viðskiptahömlum innan lands og vistarbandinu. Árangurinn af þrotlausu starfi Jóns birtist smám saman í upplýstara viðhorfi lesenda hans og fylgismanna til ýmissa framfaramála, sem komust í höfn eftir daga Jóns. Framlag hans fólst í að stappa stálinu í landsmenn og plægja og sá í jarðveginn fyrir framtíðina. Þetta hlutverk rækti Jón forseti með glæstum brag. Upphafsmaður heimastjórnarinnarValtýr tók við kyndlinum af Jóni og náði skjótum árangri. Þegar Valtýr tók sæti á Alþingi 1894 og hóf síðan útgáfu Eimreiðarinnar, hafði sjálfstæðisbaráttan hjakkað árum saman í hjólförum ófrjós og innantóms þrefs um stjórnskipuleg formsatriði. Valtýr einsetti sér að finna nýjan flöt á sjálfstæðismálinu með því að móta raunhæfar kröfur á hendur dönsku stjórninni í stað þeirra einstrengingslegu ályktana og frumvarpa, sem Alþingi hafði sent frá sér árin á undan og danska stjórnin hafði jafnharðan hafnað. Málamiðlun Valtýs fólst í að slá af ströngustu kröfum um stjórnskipuleg formsatriði til að rjúfa kyrrstöðuna í efnahagslífi landsins. Þetta var kjarni Valtýskunnar, sem meiri hluti Alþingis gerði að sinni stefnu 1901 eftir sex ára þóf. Eimreiðin seldist í 1500 eintökum á móti 400 eintökum Nýrra félagsrita á tímum Jóns forseta. Valtýr fylkti um sig frjálslyndum menntamönnum innan þings og utan. Barátta hans hratt af stað þeirri atburðarás, sem endaði með heimastjórn 1904. Hannes Hafstein átti lítinn hlut að því máli, þótt hann veldist til ráðherradóms, þegar til átti að taka. Valtý grunaði, að Magnús Stephensen landshöfðingi og menn hans hefðu tekið Hannes fram yfir sig meðal annars vegna þess, að þeir töldu Hannes mundu verða þeim auðsveipan á ráðherrastóli. Hannes Hafstein rækti ráðherradóminn vel. Þó var það Valtýr, sem lagði grunninn að báðum höfuðmálum Hannesar í fyrri stjórnartíð hans 1904-1909, símamálinu og bankamálinu. Símamálið snerist um að leggja síma til landsins frekar en að taka upp loftskeytasamband við útlönd og láta símann nema land á Austfjörðum og teygja sig þaðan til Reykjavíkur frekar en að taka símann á land í Reykjavík og láta þá landsbyggðina ef til vill þurfa að bíða. Valtýr lagði samningana um símann upp í hendur Hannesar og einnig bankamálið, sem snerist um að laða hingað heim erlent starfsfé til að stofna Íslandsbanka til að keppa við Landsbankann, en honum stýrði Tryggvi Gunnarsson, móðurbróður Hannesar og náinn samherji landshöfðingja, og þótti íhaldssamur og hlutdrægur í lánveitingum. Tryggvi, Magnús og Hannes voru ,,afturhaldslið" í augum Valtýinga. Hannes skipaði sér í sveit með andstæðingum Valtýs á Alþingi, þar á meðal voru konungkjörnir þingmenn, sem drógu taum dönsku stjórnarinnar í sjálfstæðisdeilunni. Íhaldið, sem Valtýr barðist gegn, minnir um sumt á þá, sem mestum skaða hafa valdið að undanförnu með því að hjakka í sömu hjólförum eftir hrun í von um eigin ábata. Sundrung og siðferðiValtýr var sískrifandi líkt og Jón forseti. Hann skrifaði móður sinni 1896: "Þeir sem nú um undanfarin ár (síðan Jón Sigurðsson dó) hafa verið foringjar í íslenzkri pólitík hafa anað áfram í blindni, jafnt út í fen og foræði sem annað, og þá er ekki von að vel fari." Hann skrifaði stjúpa sínum 1910 og 1911: "Sundrungin og eigingirni einstaklinganna er svo mikil, að þjóðinni er stórhætta af búin. … Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk. … Og einmitt þess vegna blöskrar mér svo barnaskapurinn í pólitíkinni heima, auk allrar spillingarinnar, varmennskunnar og fjárgræðginnar."Ævisaga Valtýs eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing er nú aftur komin út, í kilju, fín bók, mæli með henni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun