Schumacher orðinn snarari í snúningum 13. október 2010 13:43 Michael Schumacher er elsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Schumacher ók vel í Japan á sunnudaginn og varð sjötti eftir harða rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Rosberg flaug útaf þegar eitthvað bilaði í bílnum. Schumacher komst í tíu manna úrslit í tímatökunni og ók af kappi á Suzuka brautinni. "Satt að segja tel ég að ég hafi verið á réttum skrið frá fyrsta hring í mótinu í Singapúr, en þar gerðist eitthvað sem varð til þess að geta bílsins fór þverrandi. Við skoðuðum málið og ástæðan var hin sérkennilegasta", sagði Schumacher í frétt á autosport.com í dag. Schumacher hefur trú á því að hann verði fljótari í framtíðinni og virðist vera ná tökum á tækninni eftir að hafa byrjað aftur eftir þriggja ára hlé. Hann virtist vera með allt á hreinu í Japan. "'Ég veit ekki hvort við getum talað um skref fram á við. Það eru sumar brautir, eins og í Valencia þar sem mér hefur ekki gengið vel. En samspil bíls, dekkja og mín var ekki að virka, en í heildina hefur þetta verið þolanlegt. Þetta hefur ekki verið eins og ég vænti, en ég hef fundið ástæðurnar fyrir þessu og hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni", sagði Schumacher. Schumacher er með samning við Mercedes liðið þýska til loka 2013. Hann er 41 árs gamall í dag og elsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Schumacher ók vel í Japan á sunnudaginn og varð sjötti eftir harða rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg. Rosberg flaug útaf þegar eitthvað bilaði í bílnum. Schumacher komst í tíu manna úrslit í tímatökunni og ók af kappi á Suzuka brautinni. "Satt að segja tel ég að ég hafi verið á réttum skrið frá fyrsta hring í mótinu í Singapúr, en þar gerðist eitthvað sem varð til þess að geta bílsins fór þverrandi. Við skoðuðum málið og ástæðan var hin sérkennilegasta", sagði Schumacher í frétt á autosport.com í dag. Schumacher hefur trú á því að hann verði fljótari í framtíðinni og virðist vera ná tökum á tækninni eftir að hafa byrjað aftur eftir þriggja ára hlé. Hann virtist vera með allt á hreinu í Japan. "'Ég veit ekki hvort við getum talað um skref fram á við. Það eru sumar brautir, eins og í Valencia þar sem mér hefur ekki gengið vel. En samspil bíls, dekkja og mín var ekki að virka, en í heildina hefur þetta verið þolanlegt. Þetta hefur ekki verið eins og ég vænti, en ég hef fundið ástæðurnar fyrir þessu og hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni", sagði Schumacher. Schumacher er með samning við Mercedes liðið þýska til loka 2013. Hann er 41 árs gamall í dag og elsti ökumaðurinn í Formúlu 1.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira