Webber: Gekk of langt í ummælum 19. júlí 2010 09:49 Mark Webber fagnar sigrinum á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira