Vettel ánægður eftir erfiða tímatöku 26. júní 2010 19:20 Fremstu menn á ráslínu, Webber, Vettel og Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty IMages Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira