Mercedes á enn möguleika á meistaratitlum 18. júní 2010 11:21 Nico Rosberg, Michael Schumacher og Ross Brawn eru trúlega ekki sérlega ánægðir með stöðu mála hjá Mercedes, en vinna að endurbótum á bílnum með liðsmönnum sínum. Mynd: Getty Images Ross Brawn framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins, með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg innanborðs telur að enn sé möguleiki á meistaratitlum. Hann vann tvöfalt í fyrra með Jenson Button og Brawn liðinu, áður en hann seldi Mercedes lið sitt. "Með nýja stigakerfinu sem notað er, þá erum við enn með möguleika gegn forystumönnunum og munum þróa bíl okkar til að verða samkeppnisfærari. Það er lítill munur á því hvort menn vinna eða tapa", sagði Brawn í frétt á autosport.com í dag. Fyrsta sætið gefur 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12 og síðan næstu sæti á eftir færri. Mercedes er 107 stigum á eftir McLaren sem er efst að stigum í keppni bílsmiða og Nico er með 74 stig í keppni ökumanna, Schumacher 34, en Lewis Hamilton er efstur með 109 stig. Mercedes gekk ekki nógu vel í tímatökum í síðasta móti og það kom niður á árangri liðsins, en Brawn vill meina að liðið hafi haft góðan keppnishraða á götum Melbourne. "Nico var einn sá fljótasti í keppninni og hann komst úr miðjum hóp í sjött sætið. Michael gerði góða hluti, en skemmdur framvængur og sprungið dekk varð honum til trafala í mótinu. Við vorum of bjartsýnir varðandi notkun á mjúku dekkjunum og það olli honum vandræðum." Næsta mót er á götum Valencia og liggur m.a. um hafnarsvæði borgarinnar að stærstum hluta. "Brautin er svipuð og í Montreal. Langir beinir kaflar eru tengdir hægum beygjum sem hentar okkar bíl. Við verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í að færa okkur ofar", sagði Brawn. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ross Brawn framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins, með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg innanborðs telur að enn sé möguleiki á meistaratitlum. Hann vann tvöfalt í fyrra með Jenson Button og Brawn liðinu, áður en hann seldi Mercedes lið sitt. "Með nýja stigakerfinu sem notað er, þá erum við enn með möguleika gegn forystumönnunum og munum þróa bíl okkar til að verða samkeppnisfærari. Það er lítill munur á því hvort menn vinna eða tapa", sagði Brawn í frétt á autosport.com í dag. Fyrsta sætið gefur 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12 og síðan næstu sæti á eftir færri. Mercedes er 107 stigum á eftir McLaren sem er efst að stigum í keppni bílsmiða og Nico er með 74 stig í keppni ökumanna, Schumacher 34, en Lewis Hamilton er efstur með 109 stig. Mercedes gekk ekki nógu vel í tímatökum í síðasta móti og það kom niður á árangri liðsins, en Brawn vill meina að liðið hafi haft góðan keppnishraða á götum Melbourne. "Nico var einn sá fljótasti í keppninni og hann komst úr miðjum hóp í sjött sætið. Michael gerði góða hluti, en skemmdur framvængur og sprungið dekk varð honum til trafala í mótinu. Við vorum of bjartsýnir varðandi notkun á mjúku dekkjunum og það olli honum vandræðum." Næsta mót er á götum Valencia og liggur m.a. um hafnarsvæði borgarinnar að stærstum hluta. "Brautin er svipuð og í Montreal. Langir beinir kaflar eru tengdir hægum beygjum sem hentar okkar bíl. Við verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í að færa okkur ofar", sagði Brawn.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira