Formúla 1

Keppt í Mónakó næstu 10 ár

Listinekkjurnar í Mónakó setja svip sinn á mósthaldið í Mónakó.
Listinekkjurnar í Mónakó setja svip sinn á mósthaldið í Mónakó. Mynd: Getty Images
Bernie Ecclestone og mótshaldarar í Mónakó hafa samið um að keppt verði á götum Mónakó næstu 10 árin. Keppt hefur verið í kappakstri í Mónakó síðan 1929 og bílaklúbbur Mónakó samdi við fyrirtæki Ecclestone í gær. Það var Michel Boeri sem skrifaði undir nýjan samning við Ecclestone samkvæmt frétt á autosport.com. Áhugamenn munu því sjá kappaksturinn í Mónakó til ársins 2020 og á næsta ári verður keppt helgina 27.-29. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×