Formúla 1

Formúlu 1 lögbanni á Briatore aflétt

Flavio Briatore var framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault. Hann fékk uppresin æru hjá frönskum dómstólum í dag.
Flavio Briatore var framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault. Hann fékk uppresin æru hjá frönskum dómstólum í dag. mynd: Getty Images

Ævilöngu lögbanni á Flavio Briatore frá Formúlu 1 var aflétt fyrir dómstólum í París í dag. FIA er reyndar að skoða að áfrýja ákvörðun franska dómstólsins, en FIA réttaði í málinu á eign forsendum í fyrra.

FIA hafði dæmt hann í lögbann fyrir að standa fyrir svindli í kappakstursmótinu í Singapúr í fyrra, þar sem hann og Pat Symonds báðu hann að keyra á vegg, svo Fernando Alonso gæti náð forystu. Alonso vann mótið á endanum vegna ráðabruggsins.

Briatore kærði niðurstöðuna fyrir frönskum dómstólum og banninu var aflétt í dag. Briatore taldi að Max Mosley fyrrum forseti FIA hefði lagt á ráðin um að svipta hann möguleika á því að vinna við Formúlu 1. Hann yfirgaf Renault og nýr framkvæmdarstjóri var ráðinn í hans stað og reyndar tilkynntir í dag og heitir Eric Bouiller.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×