Árangur meistarastjórans undir væntingum 21. maí 2010 11:11 Michael Schumacher og Ross Brawn unnu sjö meistaratitila með Benetton og Ferrari, en hafa ekki náð að landa sigri enn sem komið er með Mercedes. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn. Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn.
Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn