Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki 21. apríl 2010 11:04 Jenson Button er þrepi ofar Hamilton hvað sigra í mótum varðar. Hann vann í Kína á sunnudaginn og Hamilton varð annar. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira