Kubica spáir Webber eða Alonso titlinum 21. október 2010 12:35 Robert Kubica, sá kappanna með dérhúfu labbar hér með starfsmönnum um brautarsvæðið í Suður Kóreu í dag. AP mynd: Mark Baker Þó fimm ökumenn eigi möguleika á meistaratitli ökumanna þegar þremur mótum er ólokið, þá spáir Robert Kubica hjá Renault því að Mark Webber eða Fernando hampi titlinu þegar yfir lýkur. Þeir keppa í Suður Kóreu um helgina. Webber er í forystuhlutverki með 220 stig, Alonso er með 206 eins og Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Vettel vann síðustu keppni sem var í Japan og bætti stöðu sína í stigamótinu, á meðan Hamilton lenti í miklum ógöngum, en endaði þó í fimmta sæti. Kubica ræddi við fréttamenn á mótsstaðnum í Suður Kóreu samkvæmt frétt á autosport.com og hann telur að Red Bull bíllinn henti vel á brautina í Suður Kóreu, þó sumir hlutar brautarinnar henti Ferrari og McLaren betur en Red Bull. Aðspurður um titilslaginn sagði Kubica. "Ég held að þetta verði á milli Webber og Alonso. Það eru þrjú mót eftir og ég tel að þeir hafi meiri möguleika, en ég gæti haft rangt fyrir mér. Venjulega þegar maður bendir á tvo, þá vinnur sá þriðji", sagði Kubica. Renault hefur lagt meiri áherslu á 2011 hvað sinn keppnisbíl varðar, en Kubica býst samt við ágætu gengi um helgina. "Stefnan hefur verið á 2011 um all langt skeið, en síðasta nýjungin var á Spa brautinni með búnaði sem hjálpar með loftflæðið (F-duct) og það mun hjálpa á beinu köflunum hérna. Menn lögðu mikið á sig til að útbúa þennan búnað og hann skilaði sér 100% á brautinni. Við byrjuðum af nokkrum styrk í hægum beygjum, en skorti hraða í háhraðabeygjum. En upp á síðkastið, eins á Suzuka gekk betur hvað það varðar. Þegar bílar eru þróaðir þarf að hafa getu á öllum gerðum brauta. Þessi braut gæti verið góð fyrir okkur og sömuleiðis brautin í Brasilíu. En það er erfitt að meta það", sagði Kubica. Um brautina sagði Kubica einnig í annarri frétt á autosport.com. "Það eru margar erfiðar beygjur og gripið mun skipta miklu máli, hvort háhraðabeygjur eru eknar á fullu eður ei og hve erfitt það verður. Þar verður hægt að vinna eða tapa tíma, eftir því hvaða astæður verða." "Fyrstu tvær beygjurnar eru heldur leiðinlegar, en gæti gefið möguleika á framúrakstri, en gripið mun enn á ný skipta máli. Hvort það er grip utan aksturslínunnar eður ei. Ef það verður grip, þá verður möguleiki á framúrakstri í fyrstu og þriðju beygju." "Við erum tilbúnir í sleipa braut, en ég held að þetta verði sleipara en við teljum. Það er ekki gaman að keyra ef það er sleipt, en við höfum reynslu af samskonar aðstæðum í Kanada á nýju malbiki á hluta brautarinnar. En ég verð að sjá hvernig hlutirnir þróast á morgun", sagði Kubica. Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þó fimm ökumenn eigi möguleika á meistaratitli ökumanna þegar þremur mótum er ólokið, þá spáir Robert Kubica hjá Renault því að Mark Webber eða Fernando hampi titlinu þegar yfir lýkur. Þeir keppa í Suður Kóreu um helgina. Webber er í forystuhlutverki með 220 stig, Alonso er með 206 eins og Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Vettel vann síðustu keppni sem var í Japan og bætti stöðu sína í stigamótinu, á meðan Hamilton lenti í miklum ógöngum, en endaði þó í fimmta sæti. Kubica ræddi við fréttamenn á mótsstaðnum í Suður Kóreu samkvæmt frétt á autosport.com og hann telur að Red Bull bíllinn henti vel á brautina í Suður Kóreu, þó sumir hlutar brautarinnar henti Ferrari og McLaren betur en Red Bull. Aðspurður um titilslaginn sagði Kubica. "Ég held að þetta verði á milli Webber og Alonso. Það eru þrjú mót eftir og ég tel að þeir hafi meiri möguleika, en ég gæti haft rangt fyrir mér. Venjulega þegar maður bendir á tvo, þá vinnur sá þriðji", sagði Kubica. Renault hefur lagt meiri áherslu á 2011 hvað sinn keppnisbíl varðar, en Kubica býst samt við ágætu gengi um helgina. "Stefnan hefur verið á 2011 um all langt skeið, en síðasta nýjungin var á Spa brautinni með búnaði sem hjálpar með loftflæðið (F-duct) og það mun hjálpa á beinu köflunum hérna. Menn lögðu mikið á sig til að útbúa þennan búnað og hann skilaði sér 100% á brautinni. Við byrjuðum af nokkrum styrk í hægum beygjum, en skorti hraða í háhraðabeygjum. En upp á síðkastið, eins á Suzuka gekk betur hvað það varðar. Þegar bílar eru þróaðir þarf að hafa getu á öllum gerðum brauta. Þessi braut gæti verið góð fyrir okkur og sömuleiðis brautin í Brasilíu. En það er erfitt að meta það", sagði Kubica. Um brautina sagði Kubica einnig í annarri frétt á autosport.com. "Það eru margar erfiðar beygjur og gripið mun skipta miklu máli, hvort háhraðabeygjur eru eknar á fullu eður ei og hve erfitt það verður. Þar verður hægt að vinna eða tapa tíma, eftir því hvaða astæður verða." "Fyrstu tvær beygjurnar eru heldur leiðinlegar, en gæti gefið möguleika á framúrakstri, en gripið mun enn á ný skipta máli. Hvort það er grip utan aksturslínunnar eður ei. Ef það verður grip, þá verður möguleiki á framúrakstri í fyrstu og þriðju beygju." "Við erum tilbúnir í sleipa braut, en ég held að þetta verði sleipara en við teljum. Það er ekki gaman að keyra ef það er sleipt, en við höfum reynslu af samskonar aðstæðum í Kanada á nýju malbiki á hluta brautarinnar. En ég verð að sjá hvernig hlutirnir þróast á morgun", sagði Kubica.
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira