Formúlu 1 meistarinn keppir í kappakstursmóti meistaranna 25. nóvember 2010 11:27 Sebastain Vettel heimsótti Heppenheim, heimabæ sinn á sunnudaginn og keppir í Dusseldorf um helgina í kappakstursmóti meistaranna. Mynd: Getty Images/Alex Grimm Bongarts Sextán ökumenn eru skráðir í kappkstursmót meistaranna, Race of Champions sem fer fram í Düsseldorf í Þýskalandi um helgina. Meðal ökumanna er Sebastian Vettel, nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, auk Michael Schumacher, Alain Prost, Sebastian Loeb og Michael Doohan, sem allr eru heimsþekktir akstursíþróttamenn, sem ýmist keppa ennþá eða gerðu það á árum áður. Keppt verður á sérútbúnu malbikuðu mótssvæði sem er búið að setja upp á knattspyrnuvelli sem er heimavöllur Fortuna Dusseldorf. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á laugardag kl. 17.45 og á sunnudag kl. 11.45. Keppendur aka ýmiskonar farartækjum, Audi R8LMS, Porsche 911 og VW Scirocco. Þá verða þeir líka um borð í ROC bíl svokölluðum, KTM X Bow, Soution F Prototype og sértúbúnum grindarbílum. "Við erum hæstánægðir með þær stjörnur sem keppa og bílanna fyrir mót helgarinnar. Meistarar úr tveimur stærstu mótaröðunum munu geta keppt gegn mörgum af bestu ökumönnum allra tíma. Ólík farartæki munu reyna þá og þannig finnum við út Meistara meistaranna", segir Fredrik Johansson á www.raceofchampions.com, sem er heimasíða mótsins. Fjöldi akstursíþróttamanna mun leika listir sínar á milli atrenna í sjálfu kappakstursmótinu í sérstökum sýningaratriðum. Ökumenn sem keppa um helgina í ROC • Sebastian VETTEL, meistari í Formúlu 1 • Michael SCHUMACHER, sjöfaldur Formúlu 1 meistari • Alain PROST, Fjórfaldur Formúlu 1 meistari • Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri • Mick DOOHAN, fjórfaldur mótorhjólameistari (500 cc) • Tanner FOUST, meistari í X-Games í rallakstri 2010 • Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1 • Tom KRISTENSEN, áttfaldur sigurvegari í Le Mans • Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í sportbílakappakstri • Jason PLATO, Tvöfaldur meistari í BTTC (British Touring Car) • Alvaro PARENTE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Filipe ALBUQUERQUE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Jeroen BLEEKEMOLEN, Tvöfaldur sigurvegari Porsche Supercup • Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í World Series by Renault • Carl EDWARDS, meistari 2007 í NASCAR Nationwide Series • Travis PASTRANA, ellefufaldur gullverðlaunahafi í X-Games Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sextán ökumenn eru skráðir í kappkstursmót meistaranna, Race of Champions sem fer fram í Düsseldorf í Þýskalandi um helgina. Meðal ökumanna er Sebastian Vettel, nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, auk Michael Schumacher, Alain Prost, Sebastian Loeb og Michael Doohan, sem allr eru heimsþekktir akstursíþróttamenn, sem ýmist keppa ennþá eða gerðu það á árum áður. Keppt verður á sérútbúnu malbikuðu mótssvæði sem er búið að setja upp á knattspyrnuvelli sem er heimavöllur Fortuna Dusseldorf. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á laugardag kl. 17.45 og á sunnudag kl. 11.45. Keppendur aka ýmiskonar farartækjum, Audi R8LMS, Porsche 911 og VW Scirocco. Þá verða þeir líka um borð í ROC bíl svokölluðum, KTM X Bow, Soution F Prototype og sértúbúnum grindarbílum. "Við erum hæstánægðir með þær stjörnur sem keppa og bílanna fyrir mót helgarinnar. Meistarar úr tveimur stærstu mótaröðunum munu geta keppt gegn mörgum af bestu ökumönnum allra tíma. Ólík farartæki munu reyna þá og þannig finnum við út Meistara meistaranna", segir Fredrik Johansson á www.raceofchampions.com, sem er heimasíða mótsins. Fjöldi akstursíþróttamanna mun leika listir sínar á milli atrenna í sjálfu kappakstursmótinu í sérstökum sýningaratriðum. Ökumenn sem keppa um helgina í ROC • Sebastian VETTEL, meistari í Formúlu 1 • Michael SCHUMACHER, sjöfaldur Formúlu 1 meistari • Alain PROST, Fjórfaldur Formúlu 1 meistari • Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri • Mick DOOHAN, fjórfaldur mótorhjólameistari (500 cc) • Tanner FOUST, meistari í X-Games í rallakstri 2010 • Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1 • Tom KRISTENSEN, áttfaldur sigurvegari í Le Mans • Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í sportbílakappakstri • Jason PLATO, Tvöfaldur meistari í BTTC (British Touring Car) • Alvaro PARENTE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Filipe ALBUQUERQUE, Sigurvegari í ROC Suður Evrópu 2010 • Jeroen BLEEKEMOLEN, Tvöfaldur sigurvegari Porsche Supercup • Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í World Series by Renault • Carl EDWARDS, meistari 2007 í NASCAR Nationwide Series • Travis PASTRANA, ellefufaldur gullverðlaunahafi í X-Games
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira