Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu 1. júlí 2010 13:47 Jenson Button og Lewis Hamilton hafa ástæðu til að fagna góðum árangri á þessu ári. e Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira