Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu 1. júlí 2010 13:47 Jenson Button og Lewis Hamilton hafa ástæðu til að fagna góðum árangri á þessu ári. e Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira