Annar sigur Webbers í röð 16. maí 2010 15:32 Mark Webber var kátur með sigurinn í Mónakó. Mynd: Gety Images Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira