Formúla 1

McLaren verður sterkt í Melbourne

Jenson Button ásamt heimamanninum Jamie Whincup sem keppir í ástralskri mótaröð.
Jenson Button ásamt heimamanninum Jamie Whincup sem keppir í ástralskri mótaröð. mynd: Getty Images
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að McLaren verði sterkara í

Melbourne, en í fyrsta mótinu í Barein á dögunum.

"Ég held að McLaren verði nær Red Bull og Ferrari þessa mótshelgina. Þessi

braut hentar okkur vel og Lewis Hamilton hefur gengið vel á brautinni og

mér líka", sagði Button um mót helgarinnar í umfjöllun á vefsíðu

Autosport.

"Þessi braut krefst ekki mikils niðurtogs og ætti að henta okkur bærilega

og ég hlakka til mótsins. Ef mér litist ekki á stöðuna væri ég ekki

spenntur."

Button hefur nokkra trú á að Mark Webber geti gert góða hluti á heimavelli

í Melbourne.

"Ég held að hann verði fljótur fyrir framan landa sína, þó ég vona að hann

geri það ekki.... Fyrsta mótið var ekki gott hjá honum, en hann verður

fljótur. Hann er mjög einbeittur og áræðinn", sagði Button.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×