Heidfeld spenntur fyrir endurkomuna í fljóðljósunum í Singapúr 21. september 2010 14:16 Nick Heidfeld er nú ökumaður BMW Sauber, en hann ók með sama liði í fyrra, en notar núna Ferrari vél þó BMW nafnið sé enn til staðar. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber liðsins í stað Pedro de la Rosa og keppir í Singapúr um næstu helgi í flóðlýstri keppni. Heidfeld var ökumaður BMW í fyrra, en var síðan varaökumaður Mercedes þar til Pirelli dekkjafyrirtækið réð hann til sín sem þróunarökumann á dögunum. Heidfeld hefur nú eftir skamma viðdvöl losnað undan samningi við Pirelli og mun aka með Sauber út árið, eða BMW Sauber eins og það heitir ennþá, þó liðið noti Ferrari vélar. "Ég get ekki beðið eftir því að komast í keppnisbíl. Ég hlakka til að keppa á ný og það er bónus að keppa í Singapúr. Fyrir tveimur árum þá varð þessi braut í uppáhaldi hjá mér", sagði Heidfeld í tilkynningu frá liðinu á f1.com. Mótið í Singapúr er eina flóðlýsa mót ársins. Brautin er erfið að mati Heidfelds, þó um götubraut sé að ræða og verður fróðlegt að sjá hvernig hefur tekist til með mishæðirnar í brautinni. Hún var malbikuð upp á ný að hluta eftir kvartanir ökumanna eftir tvö fyrstu mótin og versnaði brautin á mili ára að mati Heidfelds. "Stemmningin á brautinni er mögnuð. Ég veit ekki hvernig bíllinn hentar brautinni þar sem ég hef ekki keyrt hann", sagði Heidfeld um komandi átök. "En miðað við allt sem ég hef heyrt og séð, þá ætti bíllinn að vera betri í Singapúr en á Monza. Það er líka jákvætt að ég get notað sætið úr bílnum mínum frá því í fyrra, sem er gott, því sætið var sniðið að mér og þægilegt. Það tekur tíma að útbúa gott sæti í keppnisbíla. Ég hlakka líka til að vinna með James Key og Kamui (Kobayashi), liðsfélaga mínum", sagði Heidfeld. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber liðsins í stað Pedro de la Rosa og keppir í Singapúr um næstu helgi í flóðlýstri keppni. Heidfeld var ökumaður BMW í fyrra, en var síðan varaökumaður Mercedes þar til Pirelli dekkjafyrirtækið réð hann til sín sem þróunarökumann á dögunum. Heidfeld hefur nú eftir skamma viðdvöl losnað undan samningi við Pirelli og mun aka með Sauber út árið, eða BMW Sauber eins og það heitir ennþá, þó liðið noti Ferrari vélar. "Ég get ekki beðið eftir því að komast í keppnisbíl. Ég hlakka til að keppa á ný og það er bónus að keppa í Singapúr. Fyrir tveimur árum þá varð þessi braut í uppáhaldi hjá mér", sagði Heidfeld í tilkynningu frá liðinu á f1.com. Mótið í Singapúr er eina flóðlýsa mót ársins. Brautin er erfið að mati Heidfelds, þó um götubraut sé að ræða og verður fróðlegt að sjá hvernig hefur tekist til með mishæðirnar í brautinni. Hún var malbikuð upp á ný að hluta eftir kvartanir ökumanna eftir tvö fyrstu mótin og versnaði brautin á mili ára að mati Heidfelds. "Stemmningin á brautinni er mögnuð. Ég veit ekki hvernig bíllinn hentar brautinni þar sem ég hef ekki keyrt hann", sagði Heidfeld um komandi átök. "En miðað við allt sem ég hef heyrt og séð, þá ætti bíllinn að vera betri í Singapúr en á Monza. Það er líka jákvætt að ég get notað sætið úr bílnum mínum frá því í fyrra, sem er gott, því sætið var sniðið að mér og þægilegt. Það tekur tíma að útbúa gott sæti í keppnisbíla. Ég hlakka líka til að vinna með James Key og Kamui (Kobayashi), liðsfélaga mínum", sagði Heidfeld.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira