Meistarinn býst við jöfnum slag 11. júní 2010 11:01 Jenson Button og Lewis Hamilton, en Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button. Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button hjá McLarenl, sem er núverandi Formúlu 1 meistari býst við að McLaren, Red Bull og jafnvel Mercedes verði í toppbaráttunni í Montreal í Kanada um helgina. Þá telur hann að Ferrari gæti átt möguleika, eftir fremur slaka frammistöðu í Tyrklandi á dögunum. Red Bull liðið hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins og Button telur þá líklega til afreka í Montreal. Robert Kubica á BMW vann síðast þegar keppt var í Kanada en það var árið 2008. "Þeir verða ekki með afgerandi forskot, þar sem það er ekki mikið um háhraðabeygjur, en það má ekki gleyma því að bíllinn er með gott veggrip. Það er margt sem mun hjálpa (Red Bull) vegna þess hvernig bíllinn er uppsettur. Þeir verða fljótir og það er öruggt að við verðum í toppslagnum, því brautin hentar bílnum", sagði Button í frétt á autosport.com. Háhraðakaflar á Montreal brautinni gætu hjálpað Button og Lewis Hamilton hjá McLaren, þar sem loftflæði um bílinn er með besta móti á mikilli ferð. Þá telur Button líka að McLaren bíllinn hafi ágætt veggrip, eða mekkanískt grip sem er mikilvægt í hægum beygjum brautarinnar. "Red Bull verða fljótir, og jafnvel Mercedes, en maður veit aldrei með Ferrari. Þeir hafa verið misjafnir í tveimur síðustu mótum, en þeir gætu veirð fljótir hérna, þar sem brautin er öðruvísi en í Tyrklandi", sagði Button.
Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira