Hamilton: Guð hélt verndarhendi yfir mér 29. ágúst 2010 17:23 Lewis Hamilton með sigurlaunin á Spa brautinn í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira