Ólafur Darri í sjósund og köfun fyrir Djúpið 24. apríl 2010 10:45 Stefán Máni mun taka Ólaf Darra í smá kennslustund um hvernig sé best að haga sér í sjósundi. Mynd/Valgarður Gíslason „Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu," segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrúlegu afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðalhlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fastlega reikna með því að myndin gerist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúðgumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn." Ólafur hyggst ekki fara til sjálfskipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn," segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sigþórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undirbúningurinn sem Ólafur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunarnámskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona námskeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa," segir Ólafur. - fgg Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu," segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrúlegu afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðalhlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fastlega reikna með því að myndin gerist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúðgumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn." Ólafur hyggst ekki fara til sjálfskipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn," segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sigþórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undirbúningurinn sem Ólafur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunarnámskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona námskeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa," segir Ólafur. - fgg
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein