Nýtt myndband CCP slær öllu við Tinni Sveinsson skrifar 6. maí 2010 16:21 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com. Leikjavísir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com.
Leikjavísir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira