Formúla 1

Alonso stefnir á fyrsta sætið

Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni.
Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni. Mynd: Getty Images
Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×