Lífið

Frægir gefa gjafir

MYNDIR/EÁ
MYNDIR/EÁ

„Það væri dásamlegt ef íslenskir listamenn gætu sameinast og allir farið sama dag með fjölda pakka og sett undir tréð og glatt lítil hjörtu sem eiga um sárt að binda á Íslandi," var meðal annars það sem Tobba Marínós rithöfundur sendi á fjöldan allan af athafnafólki og listamönnum sem tóku vel í hugmyndina sem varð að veruleika þegar Egill Einarsson, Hrefna Rósa Sætran, Kalli í Baggalút, Ísgerður Gunnarsdóttir, Steindi, Þorgrímur Þráinsson, Sigrún Lilja Guðjónsdóttir og fleiri hittust í Smáralind og settu gjafir undir jólatréð þar.

Skoða má frábæra stemningu sem ríkti í hópnum í Smáralind í dag í meðfylgjandi myndasafni.

Pakkajól ganga eftir sem áður út á að allir sem vettlingi geta haldið gefa eina auka jólagjöf til þeirra sem minna mega sín um jólin. Gjafirnar eru miðaðar sérstaklega fyrir börn og nauðsynlegt er að setja merkispjöld á pakkana og merkja þannig gjöfina dreng eða stúlku og aldri. Nú skulum við taka höndum saman og gefa börnunum gjafir um jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×