Að setja hlutina í samhengi Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. janúar 2010 06:00 Þegar jarðskjálftarnir í Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslendingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyðileggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna. Haítí er eitt fátækasta ríki heims og lifa um 80% af um 9 milljónum íbúum landsins undir fátæktarmörkum. Þótt erfitt sé enn að meta það tjón og mannfall sem orðið hefur í jarðskjálftunum er talið að skjálftarnir hafi snert um þriðjung af íbúum Haítí - 3 milljónir manns - og er talið að tala látinna verði aldrei undir 50.000 manns en aðrir telja að 500.000 manns sé nær lagi. Eftir að hafa horft upp á áhrif slíkra náttúruhamfara er okkur Íslendingum hollt að setja hlutina í samhengi. Fyrir hrunið haustið 2008 vorum við Íslendingar einatt í efstu sætum á listum þar sem velmegun ríkja heims er metin. Við bankahrunið höfum við færst eitthvað niður þá lista en þrátt fyrir það megum við aldrei gleyma hver staða okkar er og hversu lánsöm við erum að búa hér á landi. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika myndu sennilega langflestir íbúar jarðar vilja skipta við okkur og sínum aðstæðum ef þeim eingöngu biðist það - þrátt fyrir hrunið - þrátt fyrir gjaldþrot Seðlabankans og þrátt fyrir Icesave. Jafnvel þó að við verðum að skera niður í rekstri hins opinbera á komandi misserum búum við áfram við eitt besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi. Við búum í góðum húsum þar sem flestir kæli- og eldhússkápar landsmanna eru fullir af mat. Félagslega kerfið tekur við þeim sem ýmissa hluta vegna geta ekki tekið þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hér er lýðræði, náttúruauðlindir, friðsæld og áfram væri hægt að telja kosti landsins - en niðurstaðan er að við Íslendingar erum forréttindaþjóð í samanburði við langflest ríki heims. Við gleymum því einfaldlega oft - erum orðin svo góðu vön og tökum lífsgæðum okkar sem sjálfsögum hlut. Við Íslendingar glímum við tímabundna erfiðleika en höfum alla burði til að vinna okkur út úr þeim. Hér hafa ekki orðið náttúruhamfarir eins og margir hafa viljað telja okkur trú um - á það vorum við illilega minnt nú í vikunni. Lítum í kringum okkur, setjum hlutina í samhengi og áttum okkur á því hversu gott við í rauninni höfum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Þegar jarðskjálftarnir í Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslendingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyðileggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna. Haítí er eitt fátækasta ríki heims og lifa um 80% af um 9 milljónum íbúum landsins undir fátæktarmörkum. Þótt erfitt sé enn að meta það tjón og mannfall sem orðið hefur í jarðskjálftunum er talið að skjálftarnir hafi snert um þriðjung af íbúum Haítí - 3 milljónir manns - og er talið að tala látinna verði aldrei undir 50.000 manns en aðrir telja að 500.000 manns sé nær lagi. Eftir að hafa horft upp á áhrif slíkra náttúruhamfara er okkur Íslendingum hollt að setja hlutina í samhengi. Fyrir hrunið haustið 2008 vorum við Íslendingar einatt í efstu sætum á listum þar sem velmegun ríkja heims er metin. Við bankahrunið höfum við færst eitthvað niður þá lista en þrátt fyrir það megum við aldrei gleyma hver staða okkar er og hversu lánsöm við erum að búa hér á landi. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika myndu sennilega langflestir íbúar jarðar vilja skipta við okkur og sínum aðstæðum ef þeim eingöngu biðist það - þrátt fyrir hrunið - þrátt fyrir gjaldþrot Seðlabankans og þrátt fyrir Icesave. Jafnvel þó að við verðum að skera niður í rekstri hins opinbera á komandi misserum búum við áfram við eitt besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi. Við búum í góðum húsum þar sem flestir kæli- og eldhússkápar landsmanna eru fullir af mat. Félagslega kerfið tekur við þeim sem ýmissa hluta vegna geta ekki tekið þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hér er lýðræði, náttúruauðlindir, friðsæld og áfram væri hægt að telja kosti landsins - en niðurstaðan er að við Íslendingar erum forréttindaþjóð í samanburði við langflest ríki heims. Við gleymum því einfaldlega oft - erum orðin svo góðu vön og tökum lífsgæðum okkar sem sjálfsögum hlut. Við Íslendingar glímum við tímabundna erfiðleika en höfum alla burði til að vinna okkur út úr þeim. Hér hafa ekki orðið náttúruhamfarir eins og margir hafa viljað telja okkur trú um - á það vorum við illilega minnt nú í vikunni. Lítum í kringum okkur, setjum hlutina í samhengi og áttum okkur á því hversu gott við í rauninni höfum það.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun