Rubens Barrichello ekur í 300 mótinu 26. ágúst 2010 15:06 Rubens Barrichello ekur með Williams. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina. "Spa er frábær braut og ég náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti á brautinni og hef unnið mótið", sagði Barrichello um mót helgarinnar. Hann hefur keppt með mörgum liðum á ferlinum sem hófst þegar hann var 22 ára gamall, en hann er 38 ára í dag. Barichello byrjaði með Jordan, ók síðan með Stewart Ford, Ferrari, Honda og Brawn. Barrichello gekk svo til liðs við Williams á þessu ári. "Brautin er alltaf erfið og verður það með fulla bensíntanka. Það er erfitt að stilla bílnum upp, af því brautin er svo löng og það þarf fljótan bíl í beygum eins og La Source og Eau Rogue. Yfirbyggingin skiptir máli þegar kemur að aksturstímanum og ökumenn velja mismunandi útfærslur á bíla sína, þannig að það er alltaf möguleiki á að taka framúr." "Þetta er mitt 300 Formúlu 1 mót og það eru forréttindi að hafa verið í þessari íþrótt svona lengi og frábær tilfinnig að ná þessu sögulega marki. Ég er enn í toppformi og ætla að keppa áfram...." , sagði Barrichello. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina. "Spa er frábær braut og ég náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti á brautinni og hef unnið mótið", sagði Barrichello um mót helgarinnar. Hann hefur keppt með mörgum liðum á ferlinum sem hófst þegar hann var 22 ára gamall, en hann er 38 ára í dag. Barichello byrjaði með Jordan, ók síðan með Stewart Ford, Ferrari, Honda og Brawn. Barrichello gekk svo til liðs við Williams á þessu ári. "Brautin er alltaf erfið og verður það með fulla bensíntanka. Það er erfitt að stilla bílnum upp, af því brautin er svo löng og það þarf fljótan bíl í beygum eins og La Source og Eau Rogue. Yfirbyggingin skiptir máli þegar kemur að aksturstímanum og ökumenn velja mismunandi útfærslur á bíla sína, þannig að það er alltaf möguleiki á að taka framúr." "Þetta er mitt 300 Formúlu 1 mót og það eru forréttindi að hafa verið í þessari íþrótt svona lengi og frábær tilfinnig að ná þessu sögulega marki. Ég er enn í toppformi og ætla að keppa áfram...." , sagði Barrichello.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira