Massa vill sigur í 800 móti Ferrari 26. maí 2010 13:45 Massa fagnar fyrsta Formúlu 1 sigrinum i faðmi Ferrari í Tyrklandi 2006. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari hefur unnið tyrkneska kappaksturinn þrisvar á ferlinum, árin 2006-2008 og segist fullur sjálfstraust fyrir mótið á Istanbúl brautinni um helgina. Brautin er í 50 km fjarlægð frá miðborg Instabúl og þykir skemmtileg. "Þetta er braut sem ég elska að keyra og ég hef unnið þriívegis í fimm mótum", sagði Massa á vefsvæði Ferrari, en greint er frá því á autosport.com. "Þetta er frábær saga hvað ferilinn varðar og færir mér meiri ákefð til að mæta og berjast af enn meiri krafti um sigur. Ég vonast eftir góðri mótshelgi á þessari vænu braut." Massa vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006 og breytti það gangi mála hjá honum, eftir brösótta byrjun með Ferrari. "Ég man allt, æfingar, tímatökuna og kappaksturinn, af því þessi sigur var sérstakur. Ég mun aldrei gleyma þessu móti", sagði Massa. "Þetta var erfið keppni, þar sem Fernando Alonso og Michael Schumacher voru að berjast um titilinn og í slag allt mótið, en ég var í forystu. Ég tel að sigurinn hafi fært mér aukinn styrk." Hann og Alonso munu aka af stað í 800 Formúlu 1 mótinu sem Ferrari hefur tekið þátt í. "Ég mun fara til Tyrkland og gera mitt besta, berjast til sigurs og fagna tímamótunum. Þetta sýnir hvað Ferrari er mikilvægt í Formúlu 1 og gaman að vera hluti af sögu liðsins", sagði Massa. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari hefur unnið tyrkneska kappaksturinn þrisvar á ferlinum, árin 2006-2008 og segist fullur sjálfstraust fyrir mótið á Istanbúl brautinni um helgina. Brautin er í 50 km fjarlægð frá miðborg Instabúl og þykir skemmtileg. "Þetta er braut sem ég elska að keyra og ég hef unnið þriívegis í fimm mótum", sagði Massa á vefsvæði Ferrari, en greint er frá því á autosport.com. "Þetta er frábær saga hvað ferilinn varðar og færir mér meiri ákefð til að mæta og berjast af enn meiri krafti um sigur. Ég vonast eftir góðri mótshelgi á þessari vænu braut." Massa vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006 og breytti það gangi mála hjá honum, eftir brösótta byrjun með Ferrari. "Ég man allt, æfingar, tímatökuna og kappaksturinn, af því þessi sigur var sérstakur. Ég mun aldrei gleyma þessu móti", sagði Massa. "Þetta var erfið keppni, þar sem Fernando Alonso og Michael Schumacher voru að berjast um titilinn og í slag allt mótið, en ég var í forystu. Ég tel að sigurinn hafi fært mér aukinn styrk." Hann og Alonso munu aka af stað í 800 Formúlu 1 mótinu sem Ferrari hefur tekið þátt í. "Ég mun fara til Tyrkland og gera mitt besta, berjast til sigurs og fagna tímamótunum. Þetta sýnir hvað Ferrari er mikilvægt í Formúlu 1 og gaman að vera hluti af sögu liðsins", sagði Massa.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira