Guðbörg sigraði Söngkeppni Skólafélagsins 2010 Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrifar 23. janúar 2010 17:21 Eiríkur Ársælsson, sigurvegarinn frá því í fyrra. Söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík var haldin í gær á vegum Skólafélagsins í Loftkastalanum. Mikið var í keppnina lagt enda mikil skipulagsvinna sem liggur að baki svona keppni. Umsjón með keppninni höfðu fjórar stelpur í skemmtinefnd og stóðu þær sig með miklum sóma. Þær eru: Anna Jia, Helga Þórunn Óttarsdóttir, Steinunn Kristín Jóhannsdóttir og Telma Geirsdóttir. Flutt voru sautján metnaðarfull atriði og mikil stemmning og gleði ríktu í Loftkastalanum. Kynnar voru þeir Guðmundur Felixson og Kjartan Darri Kristjánsson og tókst þeim mjög vel til. Undirleikssveit kvöldsins skipuðu þeir Daníel Friðrik Böðvarsson, Helgi Egilsson, Þorbjörn Sigurðsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Hið erfiða hlutverk sem fólst í því að gera upp á milli atriðanna sautján var falið söngkonunum Heru Björk Þórhallsdóttur og Ragnheiði Gröndal ásamt tónlistarmanninum Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Í þriðja sæti hafnaði kvartett þriðjubekkinga sem flutti lagið I Take a Look at My Enormous Penis, en það atriði var jafnframt valið ,vinsælasta atriðið' af áhorfendum. Þennan flotta kvartett skipuðu þeir Árni Þór Lárusson, Bragi Þór Ólafsson, Ólafur Kjaran Árnason og Stefán Þór Þorgeirsson. Í öðru sæti hafnaði tríó fagurra stúlkna sem flutti diskóslagarann I Will Survive í útsetningu The Puppini Sisters en það voru þær Eygló Hilmarsdóttir, Katrín Arndísardóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir sem fluttu það af stakri snilld. Sigurvegari kvöldsins var þó Guðbjörg Hilmarsdóttir sem stóð ein á sviðinu, að undanskilinni undirleikssveitinni, og flutti lagið Dancing með ítölsku söngkonunni Elisa. Var hún vel að sigrinum komin og ljóst er að MR-ingar geta án alls efa fylgst stoltir með Guðbjörgu flytja lagið í Söngkeppni framhaldsskóla í vor.Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MR fyrir Skólalífið á Vísi. Menntaskólar Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík var haldin í gær á vegum Skólafélagsins í Loftkastalanum. Mikið var í keppnina lagt enda mikil skipulagsvinna sem liggur að baki svona keppni. Umsjón með keppninni höfðu fjórar stelpur í skemmtinefnd og stóðu þær sig með miklum sóma. Þær eru: Anna Jia, Helga Þórunn Óttarsdóttir, Steinunn Kristín Jóhannsdóttir og Telma Geirsdóttir. Flutt voru sautján metnaðarfull atriði og mikil stemmning og gleði ríktu í Loftkastalanum. Kynnar voru þeir Guðmundur Felixson og Kjartan Darri Kristjánsson og tókst þeim mjög vel til. Undirleikssveit kvöldsins skipuðu þeir Daníel Friðrik Böðvarsson, Helgi Egilsson, Þorbjörn Sigurðsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Hið erfiða hlutverk sem fólst í því að gera upp á milli atriðanna sautján var falið söngkonunum Heru Björk Þórhallsdóttur og Ragnheiði Gröndal ásamt tónlistarmanninum Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Í þriðja sæti hafnaði kvartett þriðjubekkinga sem flutti lagið I Take a Look at My Enormous Penis, en það atriði var jafnframt valið ,vinsælasta atriðið' af áhorfendum. Þennan flotta kvartett skipuðu þeir Árni Þór Lárusson, Bragi Þór Ólafsson, Ólafur Kjaran Árnason og Stefán Þór Þorgeirsson. Í öðru sæti hafnaði tríó fagurra stúlkna sem flutti diskóslagarann I Will Survive í útsetningu The Puppini Sisters en það voru þær Eygló Hilmarsdóttir, Katrín Arndísardóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir sem fluttu það af stakri snilld. Sigurvegari kvöldsins var þó Guðbjörg Hilmarsdóttir sem stóð ein á sviðinu, að undanskilinni undirleikssveitinni, og flutti lagið Dancing með ítölsku söngkonunni Elisa. Var hún vel að sigrinum komin og ljóst er að MR-ingar geta án alls efa fylgst stoltir með Guðbjörgu flytja lagið í Söngkeppni framhaldsskóla í vor.Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MR fyrir Skólalífið á Vísi.
Menntaskólar Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira