Schumacher búinn að finna neistann 10. maí 2010 12:13 Michael Schumacher hjá Mercedes ræðir við starfsmann Ferrari, en hann vann áður hjá Ferrari með góðum árangri eins og frægt er. Mynd: Getty Images Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry. Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry.
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira