Schumacher búinn að finna neistann 10. maí 2010 12:13 Michael Schumacher hjá Mercedes ræðir við starfsmann Ferrari, en hann vann áður hjá Ferrari með góðum árangri eins og frægt er. Mynd: Getty Images Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira