Brawn: Sjáum réttan Schumacher 2011 30. september 2010 16:24 Michael Schumacher hefur ekki náð að sína styrk sinn í Formúlu 1 eftir endurkomu sína í ár. Mynd: Getty Images Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári. Schumacher byrjaði að keppa aftur, eftir þriggja ára hlé, en árangur hans og Mercedes liðsins hefur valdið mörgum vonbrigðum. "Michael er vitanlega svekktur, en hann nýtur verkefnisins. Hann mætir ekki til keppni og óskar þess að hann væri annars staðar. Hann vill finna lausn á vandanum og nýtur kappakstursins", sagði Brawn á f1.com. "Auðvitað vill hann gera betur, en ég get alvega sagt ykkur það að Michael er metnaðarfullur og sjöfaldur meistari. Það er ljóst að Schumacher mun ekki hætta að keppa, af því það gengur miður vel." "Aksturstækni Michaels er þannig að hann treystir á framdekkin, að þau geti tekið á móti því hvernig hann bremsar og beitir bílnum og það hefur ekki gengið upp með dekkjum þessa árs. Við væntum þess að það gangi betur á Pirelli dekkjum næsta árs. Það byrja allir ökumenn á sömu dekkjum og þá mun Michael standa jafnfætis öðrum, sem þekkja dekkin sem notuð eru núna." Brawn segir lítinn mun á Schumacher og Nico Rosberg, en þeim síðarnefnda hefur gengið betur í mótum ársins. Brawn segir Mercedes sé þegar farið að huga að bíl næsta árs og liðið hefur gefið upp á bátinn að ná sigri í ár. "Ég spái því að við sjáum hinn rétta Schumacher árið 2011, þegar við höfum smíðað betri bíl fyrir hann", sagði Brawn. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári. Schumacher byrjaði að keppa aftur, eftir þriggja ára hlé, en árangur hans og Mercedes liðsins hefur valdið mörgum vonbrigðum. "Michael er vitanlega svekktur, en hann nýtur verkefnisins. Hann mætir ekki til keppni og óskar þess að hann væri annars staðar. Hann vill finna lausn á vandanum og nýtur kappakstursins", sagði Brawn á f1.com. "Auðvitað vill hann gera betur, en ég get alvega sagt ykkur það að Michael er metnaðarfullur og sjöfaldur meistari. Það er ljóst að Schumacher mun ekki hætta að keppa, af því það gengur miður vel." "Aksturstækni Michaels er þannig að hann treystir á framdekkin, að þau geti tekið á móti því hvernig hann bremsar og beitir bílnum og það hefur ekki gengið upp með dekkjum þessa árs. Við væntum þess að það gangi betur á Pirelli dekkjum næsta árs. Það byrja allir ökumenn á sömu dekkjum og þá mun Michael standa jafnfætis öðrum, sem þekkja dekkin sem notuð eru núna." Brawn segir lítinn mun á Schumacher og Nico Rosberg, en þeim síðarnefnda hefur gengið betur í mótum ársins. Brawn segir Mercedes sé þegar farið að huga að bíl næsta árs og liðið hefur gefið upp á bátinn að ná sigri í ár. "Ég spái því að við sjáum hinn rétta Schumacher árið 2011, þegar við höfum smíðað betri bíl fyrir hann", sagði Brawn.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira