Jógvan miður sín yfir ummælum Jenis 8. september 2010 10:00 Söngvarinn góðkunni segir ummæli þingmannsins Jenis av Rana bæði sorgleg og leiðinleg. fréttablaðið/gva „Þetta er bara til skammar. Ég veit að hann talar ekki fyrir hönd Færeyinga,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen um ummæli landa síns, þingmannsins Jenis av Rana. Hann sagðist í gær ekki ætla að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, vegna þess að þær eru samkynhneigðar. Ummælin vöktu hörð viðbrögð, bæði hjá öðrum færeyskum stjórnmálamönnum og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Jógvan segir að ummæli Jenis séu út í hött. „Ef þetta er skoðun hans á hann bara að halda henni fyrir sjálfan sig. Þetta eru bara fordómar,“ segir hann. „Hann er ekki að standa sig sem fulltrúi þjóðar sinnar með því að tala svona. Færeyingar eru langt í frá fordómafullir, sem maður myndi samt ímynda sér þegar hann talar svona. Maður veit varla hvað maður á að segja,“ bætir söngvarinn við, greinilega mikið niðri fyrir. „Þetta er bara vandræðalegt og manni líður illa yfir þessu. Þetta er virkilega sorglegt og leiðinlegt.“ Spurður nánar út í Jenis av Rana segist Jógvan kannast við hann. „Þetta er öfgamaður. Hann hefur alltaf verið svona.“ Jógvan hafði í nógu að snúast í gær í tengslum við þetta hitamál því færeyska útvarpið fékk hann einnig í viðtal. Þar reyndi hann að fullvissa landa sína um að Íslendingar væru langt frá því að vera farnir að hata þá vegna ummælanna og að þjóðirnar tvær væru enn þá góðir vinir. - fb Neitaði að snæða með forsætisráðherra Færeyjar Hinsegin Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
„Þetta er bara til skammar. Ég veit að hann talar ekki fyrir hönd Færeyinga,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen um ummæli landa síns, þingmannsins Jenis av Rana. Hann sagðist í gær ekki ætla að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, vegna þess að þær eru samkynhneigðar. Ummælin vöktu hörð viðbrögð, bæði hjá öðrum færeyskum stjórnmálamönnum og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Jógvan segir að ummæli Jenis séu út í hött. „Ef þetta er skoðun hans á hann bara að halda henni fyrir sjálfan sig. Þetta eru bara fordómar,“ segir hann. „Hann er ekki að standa sig sem fulltrúi þjóðar sinnar með því að tala svona. Færeyingar eru langt í frá fordómafullir, sem maður myndi samt ímynda sér þegar hann talar svona. Maður veit varla hvað maður á að segja,“ bætir söngvarinn við, greinilega mikið niðri fyrir. „Þetta er bara vandræðalegt og manni líður illa yfir þessu. Þetta er virkilega sorglegt og leiðinlegt.“ Spurður nánar út í Jenis av Rana segist Jógvan kannast við hann. „Þetta er öfgamaður. Hann hefur alltaf verið svona.“ Jógvan hafði í nógu að snúast í gær í tengslum við þetta hitamál því færeyska útvarpið fékk hann einnig í viðtal. Þar reyndi hann að fullvissa landa sína um að Íslendingar væru langt frá því að vera farnir að hata þá vegna ummælanna og að þjóðirnar tvær væru enn þá góðir vinir. - fb
Neitaði að snæða með forsætisráðherra Færeyjar Hinsegin Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira