Formúla 1

Raikkönen gengur vel í rallakstri

Kimi Raikkönen kann tökinn á tækninni í rallakstri, rétt eins og Formúlu 1.
Kimi Raikkönen kann tökinn á tækninni í rallakstri, rétt eins og Formúlu 1. Mynd: Getty Images
Finnanum Kimi Raikkönen gekk ágætlega í þýska rallinu sem er liður í heimsmeistaramótinu í rallakstri, en keppt var um helgina. Sebastian Loeb frá Frakklandi vann mótið á Citroen, en Raikkönen varð sjöundi á Citroen. Loeb vann sinn áttunda sigur í rallinu og er ósigraður í mótinu. Greint er frá þessu á autosport.com. Raikkönen þykir standa sig vel í rallakstri og óljóst enn sem komið er hvort hann snýr aftur í Formúlu 1, en Ferrari leysti hann undan samningi til að geta ráðið Fernando Alonso til sín. Raikkönen keppti af kappi um sjötta til sjjöunda sæti, en gerði nokkur mistök á sunnudag og tapaði sætinu til Matthew Wilson á Ford. Loeb varð á undan félaga sínum Dani Sordo hjá Citroen í mótinu í Þýskalandi og Sebastian Olgier á samskonar bíl varð þriðji. Lokastaðan í Þýskalandi 1. Sebastien Loeb Citroen 3:klst 59m38.3s 2. Dani Sordo Citroen + 51.3s 3. Sebastien Ogier Citroen + 2m13.3s 4. Jari-Matti Latvala Ford + 2m33.9s 5. Petter Solberg Citroen + 6m47.7s 6. Matthew Wilson Ford + 8m46.7s 7. Kimi Raikkonen Citroen + 8m50.5s 8. Khalid Al Qassimi Ford + 17m36.5s 9. Mark van Eldik Subaru + 17m53.0s 10. Patrik Sandell Skoda + 17m58.8s



Fleiri fréttir

Sjá meira


×