Felipe Massa. Ég er ekki ökumaður númer tvö hjá Ferrari 29. júlí 2010 15:26 Felipe Massa á fundi með fréttamönnum í Búdapest í dag. Felipe Massa segist ekki vera ökumaður númer tvö hjá Ferrari, þó Ferari virtist biðja hann að hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu á Hockenheim um helgina. Ferrari var dæmt af dómurum mótsins í fjársekt og málið var sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. "Um leið og sagt verður að ég sé ökumaður númer tvö, þá hætti ég að keppa", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist vinna keppnina um helgina að auki þegar hann var spurður hvað hann myndi gera ef sama staða og síðast kæmi upp í Búdapest. "Ég hef rætt við alla innan liðsins. Ég er ekki hér til að keppa, heldur til að vinna. Þannig hugsa ég og eins lengi og ég er í ástandi til þess, þá berjumst við til sigurs. Ég er fagmaður, vinn fyrir liðið og allir þurfa að skilja mitt sjónarmið." Massa studdi dyggilega við Kimi Raikkönen í titilbaráttunni á sínum tíma. Hann vill ekki meina að það sem gerðist um síðustu helgi hafi skaðað stöðu hans innan liðsins. Hann telur stöðu sína jafnvel enn sterkari en áður, en hann hefur ekið með liðinu síðan 2006. Massa ekur á æfingum á föstudag í Búdapest og verður sýnt frá þeim kl. 19.30 á föstudagskvöld. Síðan er sýnt beint frá æfingum kl. 08.55 á laugardag og tímatökunni sama dag kl. 11.45. Sýnt er frá kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30 og þátturinn Endmarkið er strax á eftir. Tímatakan og kappakturinn er í opinni dagskrá. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa segist ekki vera ökumaður númer tvö hjá Ferrari, þó Ferari virtist biðja hann að hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu á Hockenheim um helgina. Ferrari var dæmt af dómurum mótsins í fjársekt og málið var sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. "Um leið og sagt verður að ég sé ökumaður númer tvö, þá hætti ég að keppa", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist vinna keppnina um helgina að auki þegar hann var spurður hvað hann myndi gera ef sama staða og síðast kæmi upp í Búdapest. "Ég hef rætt við alla innan liðsins. Ég er ekki hér til að keppa, heldur til að vinna. Þannig hugsa ég og eins lengi og ég er í ástandi til þess, þá berjumst við til sigurs. Ég er fagmaður, vinn fyrir liðið og allir þurfa að skilja mitt sjónarmið." Massa studdi dyggilega við Kimi Raikkönen í titilbaráttunni á sínum tíma. Hann vill ekki meina að það sem gerðist um síðustu helgi hafi skaðað stöðu hans innan liðsins. Hann telur stöðu sína jafnvel enn sterkari en áður, en hann hefur ekið með liðinu síðan 2006. Massa ekur á æfingum á föstudag í Búdapest og verður sýnt frá þeim kl. 19.30 á föstudagskvöld. Síðan er sýnt beint frá æfingum kl. 08.55 á laugardag og tímatökunni sama dag kl. 11.45. Sýnt er frá kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30 og þátturinn Endmarkið er strax á eftir. Tímatakan og kappakturinn er í opinni dagskrá.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira