Formúla 1

Felipe Massa. Ég er ekki ökumaður númer tvö hjá Ferrari

Felipe Massa á fundi með fréttamönnum í Búdapest í dag.
Felipe Massa á fundi með fréttamönnum í Búdapest í dag.

Felipe Massa segist ekki vera ökumaður númer tvö hjá Ferrari, þó Ferari virtist biðja hann að hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu á Hockenheim um helgina.

Ferrari var dæmt af dómurum mótsins í fjársekt og málið var sent áfram til akstursíþróttaráðs FIA. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina.

"Um leið og sagt verður að ég sé ökumaður númer tvö, þá hætti ég að keppa", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist vinna keppnina um helgina að auki þegar hann var spurður hvað hann myndi gera ef sama staða og síðast kæmi upp í Búdapest.

"Ég hef rætt við alla innan liðsins. Ég er ekki hér til að keppa, heldur til að vinna. Þannig hugsa ég og eins lengi og ég er í ástandi til þess, þá berjumst við til sigurs. Ég er fagmaður, vinn fyrir liðið og allir þurfa að skilja mitt sjónarmið."

Massa studdi dyggilega við Kimi Raikkönen í titilbaráttunni á sínum tíma. Hann vill ekki meina að það sem gerðist um síðustu helgi hafi skaðað stöðu hans innan liðsins. Hann telur stöðu sína jafnvel enn sterkari en áður, en hann hefur ekið með liðinu síðan 2006.

Massa ekur á æfingum á föstudag í Búdapest og verður sýnt frá þeim kl. 19.30 á föstudagskvöld. Síðan er sýnt beint frá æfingum kl. 08.55 á laugardag og tímatökunni sama dag kl. 11.45. Sýnt er frá kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30 og þátturinn Endmarkið er strax á eftir. Tímatakan og kappakturinn er í opinni dagskrá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×