Formúla 1

Kobayashi áfram hjá Sauber 2011

Japaninn Kamui Kobayashi verður áfram hjá Sauber 2011.
Japaninn Kamui Kobayashi verður áfram hjá Sauber 2011. Mynd: Getty Images
Japaninn Kamui Kobayashi verður áfram hjá Sauber liðinu 2011, en kappinn verður 24 ára gamall 13. september. Besti árangur hans er sjötta sæti á Silverstone brautinni í Bretlandi í sumar. Kobayashi hefur náð að koma Sauber bílnum í lokaumferð tímatökunnar í þrjú skipti á árinu og Peter Sauber er ánægður með framgöngu Japanans, sem sést að hann vill halda honum innan liðsins. "Við höfum notið þess að hafa nýliða innan liðsins og það var aldrei spurning um hvort það ættti að endurráða hann fyrir 2011. Kamui hefur uppfyllt væntingar okkar hvað varðar hraða og baráttuþrek. Þá hefur hann góðan tæknilegan skilning og reynslan sem hann hefur náð í kemur honum til góða 2011. Markmiðið er að færa honum fljótan og traustun bíl 2011", sagði Sauber í tilkynningu frá liðinu í dag. Í frétt á autosport.com kemur fram að tilkynnt verður um liðsfélaga Kobayashi, en Pedro de la Rosa hefur ekið með Sauber á árinu. "Byrjun tímabilsins var erfið, en við höfum náð að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Mér líður vel hjá Sauber liðinu og er ánægður að starfa áfram árið 2011, en ég er þó að einbeita mér að þessu ári. Það er enn sex mót eftir og ég vonast til að bæta stöðuna", sagði Kobayashi um ráðningu sína og starfið með Sauber.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×