Formúla 1

Spánverjinn de la Rosa til BMW

Pedro de la Rosa verður ökumaður BMW Sauber 2010, en var áður hjá McLaren.
Pedro de la Rosa verður ökumaður BMW Sauber 2010, en var áður hjá McLaren.

Spænski ökumaðurinn Pedro de la Rosa verður ökumaður BMW á þessu keppnistímabili og nú á aðeins eftir að ráða í fjögur sæti hjá þeim 13 Formúlu 1 liðum sem skipa ráslínuna.

De la Rosa var þróunarökumaður McLaren í sjö ár og þykir einn sá færasti í sínu fagi og hefur m.a. unnið með Lewis Hamilton og Fernando Alonso síðustu ár.

Honum hefur alltaf dreymt um að vera keppnisökumaður og fær nú tækifæri hjá BMW Sauber, sem verður undir stjórn Peter Sauber. Þar mun einnig aka Japaninn Kamui Kobayashi, sem vakti athygli með Toyota í fyrra þegar hann ók í stað Timo Glock, sem hafði meiðst á fæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×