Formúla 1

Titilslagur á Monza í dag

Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu í Formúlu 1 á McLaren.
Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu í Formúlu 1 á McLaren. Mynd: Getty Images

Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30.

Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn og Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu, á undan Mark Webber, Sebastian Vettel, Jenson Button og Fernando Alonso.

Alonso er fremstur á ráslínu, á undan Button, Felipe Massa, Webber, Hamilton og Vettel.

Hamilton sagði á autosport.com að mikilvægast sé fyrir sig að ljúka keppni fyrir framan Webber í mótinu, en stigagjöfin er þannig að fyrir fyrsta sæti fást 25 stig, síðan 18, 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir.

Stigastaðan

1 Lewis Hamilton 182

2 Mark Webber 179

3 Sebastian Vettel 151

4 Jenson Button 147

5 Fernando Alonso 141

6 Felipe Massa 109

7 Robert Kubica 104






Fleiri fréttir

Sjá meira


×