Formúla 1

Hamilton: Framfaraskref hjá McLaren

Lewis Hamilton náði besta tíma á báðum æfingum í Malasíu á föstudag.
Lewis Hamilton náði besta tíma á báðum æfingum í Malasíu á föstudag. Mynd: Getty Images

Lewis Hamilton, fljótasti maðurinn á æfingum í Malasíu í dag segir að McLaren bíll sé hraðskreiðari en áður.

"Þetta var ekki slæmur dagur og mér líður vel í bílnum. Trúlega ekki liðið betur í bíl McLaren á þessari braut, eins og gerist alltaf þegar ég mæti á þessa braut", sagði Hamilton í spjalli á vefsíðu Autosport.

"Við undirbjuggum okkur vel og ég er enn að læra á dekkin, en hef samt góða tilfinningu fyrir búnaðinum. Það þarf að laga sitthvað, en ekkert stórvægilegt."

Hamilton segir óljóst hvort hann sé í stöðu að berjast um besta tíma í tímatökum, enn sem komið er.

"Hraði okkar í tímatökum hefur ekki verið framúrskarandi í síðustu tveimur mótum, en vonandi gengur betur í þetta skiptið. En við verðum að gæta að veðrinu. Við virðumst samkeppnisfærir, en við vitum ekki bensínhleðslu annarra keppenda á æfingunni. En það er ljóst að við höfum tekið framfaraskref, sem er markmið okkar í öllu mótum", sagði Hamilton.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×