Baráttuglaður Webber féll af toppnum 14. júní 2010 10:45 Mark Webber ræðir við Stefano Domenicali hjá Ferrari í Kanada í gær. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira