Veðurguðirnir hjálpuðu Webber 28. ágúst 2010 21:56 Fremstu menn, Robert Kubica, Mark Webber og Lewis Hamilton eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Mynd: Getty Images Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira