Veðurguðirnir hjálpuðu Webber 28. ágúst 2010 21:56 Fremstu menn, Robert Kubica, Mark Webber og Lewis Hamilton eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Mynd: Getty Images Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber. Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber.
Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira